Agenda - Art 2030 - Fyrir framtíðina!

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR SKAPANDI VERKA - SÆKIÐ UM NÚNA! 

Agenda - Art 2030, Fyrir framtíðina! Verkröðin skapandi verk dekkar öll 17 heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun (Agenda 2030) með norrænni list fyrir ungt fólk og börn. 

Framtíðarsýn og draumar hlutgerast í list.

Verkröðin skapandi verk verður samsett úr sautján (17) verkum eftir börn og ungmenni. Skapandi verk getur verið dans, myndlist, tónlist, gjörningur, ljóð, sirkusatriði, umhverfislist, sýndarveruleiki, hljóð- og ljóslist, myndband, frásögn, innsetning o.fl. Með öðrum orðum allt sem telst til listar.

Umsóknir skapandi verka er opin fyrir ungt fólk og börn 26 ára og yngri sem búa á Norðurlöndunum. Umsækjandinn getur verið ungur fagmaður, listunnandi, vinahópur, skólabekkur eða áhugahópur á sviði hvaða listar sem er. Hægt er að taka þátt með verki sem er nú þegar til eða nýju sköpunarverki. Mikilvægasti þáttur verkanna er að þau fjalli um eitt eða fleiri af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við framtíð og framtíðarhorfur ungu listamannanna.

Opið er fyrir umsóknir skapandi verka til 14.06.2022 (23:59).

Listaverkin sem verða fyrir valinu verða kynnt á samfélagsmiðlum í október 2022 á vefsíðu Agenda- Art 2030 og verða verkin sett saman heilstætt fyrir sýninguna. Meginmiðstöð sýningarinnar verður í húsnæði Norrænu menningargáttarinnar í Suomenlinna í Helsinki. Listaverkin verða einnig til sýnis í öðrum stofnunum sem tilheyra Norrænu ráðherranefndinni.

Sýningarstjórn verður skipulögð með opnum og nafnlausum umsóknum. Markmið með umsóknum skapandi verka er að finna listaverk sem tengjast markmiðunum um sjálfbæra þróun og framtíðarsýn listamannanna.

Vistfræði og jafnrétti eru lykilgildi verkraðarinnar. Röð skapandi verka verður innleidd og undirbúin með hliðsjón af núverandi COVID-19 reglugerðum. Hvað varðar kynningu á skapandi verkum felst hún mestmegnis af upptökum og streymi nema verulegar breytingar verði á COVID-19 aðstæðum á árinu.

Verðlaun að upphæð 300 evrum (og mögulega frádregnum sköttum) verða veitt fyrir þau skapandi verða fyrir valinu. Listamennirnir eiga öll réttindi og eignarhald á verkunum.

Marika Tomu Kaipainen sér um sýningarstjórn og listrænt innihald sýningarinnar. Val á innsendum verkum er í höndum dómnefndar sem samanstendur af börnum og ungu fólki.

Umsóknirnar ættu að innihalda eftirfarandi:

1. Titill.

2. Form/uppbygging sköpunarverksins, efni, stærð, varanleiki verksins og veðurþol þess, tæknileg útfærsla og þarfir við að hengja það upp/uppsetningu, áætlaður tími sem þarf til kynningar á sköpunarverkinu, aðrar sértækar þarfir vegna kynningar á verkinu. Viðhengi sem sýna sköpunarverkið: myndir, myndbönd, hljóð (hlekkir, t.d. YouTube eða álíka). Höfundur/höfundar sköpunarverksins bera ábyrgð á uppsetningu sköpunarverksins í samræmi við þessa lýsingu.

3. Stutt lýsing á skapandi verkinu og markmiðum þess á þann hátt að verkið sé kynnt í gegnum Heimsmarkmiðum SÞ Agenda 2030 - Sjálfbæru þróunarmarkmiðin. Hægt er að kynna verkið í gegnum eitt eða fleiri Heimsmarkmið. Tilgreina skal hvaða heimsmarkið SÞ um sjálfbærrar þróun verkið tekur fyrir eða afstöðu til? Hvernig kemur framtíðin fyrir sjónir og hvað er það sem nú er talið vera slæmt? Markmið sjálfbærrar þróunar má finna hér.

4. Upplýsingar umsækjanda: heimilisfang (land), símanúmer. Engin nöfn höfunda.

Lokað verður fyrir umsóknir 14.6.2022 klukkan 23:59. Sendu umsókn þína í tölvupósti með því að nota fyrirsögnina, "For the future" á netfangið artagenda2030@gmail.com

Vinsamlegast sendið þau fjögur atriði sem lýst er hér að ofan í einu pdf-viðhengi. Valið verður tilkynnt fyrir 21.6.2022 með tölvupósti (í tölvupóstinn sem umsóknin var send úr).

Viðbótarupplýsingar: artagenda2030@gmail.com og +358 40 137 2273